:::Fanney ráðin til starfa:::

Hér er Fanney komin í skrifstofugallann og tilbúin til verka - Eins og sést er hún er mikill aðdáandi Star Trek myndanna og spilar Playstation 3 í sínum frítíma

Í dag var tilkynnt um ráðningu yfirmanns upplýsinga – og tölvutækniteymis Þórshamars, í stað Tyrfings Tinds Tryggvasonar, sem var látinn taka poka sinn fyrr í vikunni.
Fjölmargir sóttu um, en Fanney Fjóla Frímannsdóttir var álitin sú hæfasta af umsækjendum.

Fanney hefur starfað undanfarin 4 ár sem almannatengiliður hjá bakarameistaranum Ólafi Fjeldsted á Fáskrúðsfirði, þar sem hún hefur afgreitt ófáa snúðana ofan í bæjarbúa.

Ráðning Fanneyjar í þetta starf hefur vakið furðu margra, þar sem hún er ófaglærð sem kerfisfræðingur. Framkvæmdarstjóri Þórshamars blæs á alla gagnrýnisraddir og segir að Fanney eigi eftir að standa sig vel í starfi. Hún eigi sjálf fartölvu með netpung og kann örlítið á Word og Excel.

Hefur heyrst út í bæ að Fanney hafi eingöngu verið ráðin vegna þess að hún sé í tygjum við framkvæmdarstjóra Þórshamars. Sáust þau, samkvæmt áreiðanlegum heimildum, í fyrradag á rómantískri kvöldgöngu niður við strönd skjótandi höfrunga.

Framkvæmdarstjóri Þórhamars neitar öllum ásökunum um að ráðningin sé þess eðlis.

Við erum bara góðir vinir og samband okkar kemur vinnunni engan vegin við. Hvað með það þótt að tveir góðir vinir skelli sér í höfrungaskotveiðar á björtu sumarkvöldi? Það eru engin lög gegn því.

Þess má geta að Mannaráðningarnefnd hefur fengið kæru inn á borð frá Tyrfingi Tind Tryggvasyni varðandi ráðningu Fanneyjar.

Við óskum Fanneyju Fjólu Frímannsdóttur fFáskrúðsfirði farnaðar í nýju starfi.

About LA-LordBastard

I like taking long, romantic walks on the beach and watch the sunset and shoot dolphins - My other car is the Millenium Falcon -